Sagði Karlottu yndislega og hrósaði Katrínu

Karlotta prinsessa er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum bresku konungfjölskyldunnar.
Karlotta prinsessa er í miklu uppáhaldi hjá aðdáendum bresku konungfjölskyldunnar. AFP

Rétt eins og fólk á sínar uppáhaldspersónur í bókum eða bíómyndum eru sumir sem eiga sínar uppáhaldsmanneskjur í bresku konungsfjölskyldunni. Aðdáandi hinnar fjögurra ára gömlu Karlottu sagði föður hennar, Vilhjálmi Bretaprins, að dóttir hans var í uppáhaldi og tók prinsinn því vel að því fram kemur á vef People. 

Voru þau Vilhjálmur og Katrín stödd í Wales þegar aðdáandinn sagði að prinsessan væri í uppáhaldi. „Já hún er yndisleg, alveg eins og eiginkona mín,“ sagði Vilhjálmur sem er greinilega ánægður með konurnar í fjölskyldunni sinni. 

Það kemur ekki á óvart að Karlotta sé í uppáhaldi enda virðist hún vera bæði skemmtileg og frökk þrátt fyrir ungan aldur. Hefur hún meðal annars komist í fjölmiðla fyrir að reka út úr sér tunguna á almannafæri sem og fyrir að segja ljósmyndurum til. 

mbl.is