Húðflúraði nöfn barnanna á ennið á sér

Úr auglýsingu Cool Kids.
Úr auglýsingu Cool Kids. Skjáskot/YouTube

Fyrirsætan Amber Rose vakti athygli nú á dögunum en í auglýsingu fyrir strigaskó frá Cool Kids sást hvar hún hafði látið húðflúra nöfn barna sinna á ennið á sér. 

Rose lét gælunöfn sona sinna, Sebastian 6 ára og Slash 4 mánaða duga og á enni hennar stendur því „Bash Slash“. Eldri soninn á hún með fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Wiz Khalifa. Yngri soninn á hún með kærasta sínum Alexander Edwards. 

Þetta eru ekki fyrstu húðflúr fyrirsætunnar en hún er með flúraða handleggi. Þetta er þó hennar fyrsta húðflúr í andlitinu. 

mbl.is