Eignuðust þriðja barnið á tveimur árum

Enrique Iglesias og Anna Kournikova árið 2002.
Enrique Iglesias og Anna Kournikova árið 2002. AFP

Tónlistarmaðurinn Enrique Iglesias og tennisstjarnan Anna Kournikova eignuðust sitt þriðja barn nýlega. Bróðir söngvarans, Julio Iglesias yngri, staðfesti komu barnsins í útvarpsviðtali í Chile að því fram kemur á vef Daily Mail. Fyrir eiga þau Enrique Iglesias og Anna Kournikova tveggja ára tvíbura 

Eftir að frændinn kjaftaði frá birti Iglesias mynd af sér með barni. Staðfesti hann þar með komu barnsins og staðfesti að barnið hefði komið í heiminn þann 30. janúar. Tvíburarnir komu í heiminn í desember 2017 og er því aðeins tvö ár, einn mánuður og nokkrir dagar sem skilja börnin að. 

Parið sem hefur verið saman síðan árið 2001 hefur reynt að komast hjá myndatökum í seinni tíð. Þau héldu meðgöngunni leyndri eins og í fyrra skiptið. Þau greindu til dæmis ekki frá því að þau ættu von á tvíburum fyrr en tvíburarnir voru komnir í heiminn. 

View this post on Instagram

My Sunshine 01.30.2020

A post shared by Enrique Iglesias (@enriqueiglesias) on Feb 13, 2020 at 10:13am PST


 

mbl.is