Segir konur vera ofurhetjur

Serena Williams á tískuvikunni í New York.
Serena Williams á tískuvikunni í New York. AFP

Tennisstjarnan Serena Williams segir að sýn hennar á það að vera fyrirmynd og hversu mikilvægar konur eru hafi breyst eftir að hún varð móðir.

„Hetjurnar mínar hafa breyst eftir að ég eignaðist barn. Hetjurnar mínar eru mömmur af því að konur eru ofurhetjur,“ sagði Williams í spjalli við Önnu Wintour, ristjóra Vogue, á tískuvikunni í New York. 

Williams eignaðist sitt fyrsta barn, Olympiu, árið 2017 með eiginmanni sínum Alexis Ohanian.

„Að eignast barn og þurfa síðan að fara í vinnuna tveimur til þremur vikum seinna eða að vinna 9 til 5. Ég er mjög heppin að ég þurfti ekki að gera það,“ sagði Williams. 

Hún segist dá allar mömmur en sérstaklega þær sem þurfa að fara frá börnum sínum í langan tíma og þær sem hafa ekki jafn sveigjanlegan vinnutíma og hún. „Ég verð orðlaus þegar ég hugsa til kvennanna sem vinna daginn inn og út, vinna fyrir fjölskyldu sinni, þegar ég veit hversu erfitt það er fyrir mig að skilja dóttur mína eftir. Mér leið aldrei þannig fyrr en ég varð móðir. Mér finnst konur þurfa viðurkenningu,“ sagði Williams. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert