Svona vinnur Natalie Portman í málunum

Leikkonan Natalie Portman les sér til gagns og gamans.
Leikkonan Natalie Portman les sér til gagns og gamans. Instagram

Leikkonan geðþekka Natalie Portman er mikill lestrarhestur eins og margir vita. Hún les sér til gagns og gamans þegar kemur að uppeldi, hjónabandinu og öllu mögulegu í lífinu. Portman deilir með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum þeim bókum sem hún er að lesa hverju sinni. Nýjasta bókin sem hún mælir með er skáldsagan The Lost Children Archive. 

Sagan fjallar um fjölskyldu sem er að fara frá New York til Arizona. Foreldrarnir eru með börnum sínum tveimur, sem þau eiga úr fyrri samböndum og er ýmislegt sem kemur upp á í sögunni sem þykir lýsa nútímanum vel.

Bókin er einföld en falleg að mati Portman og minnir okkur foreldra á mikilvægi þess að við séum fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Litlu verkin í lífi barna okkar, að kenna þeim á lífið. Eins er sagan áhrifamikil þegar kemur að samböndum. 

Portman er gift franska danshöfundinum Benjamin Millepied. Saman eiga þau tvö börn, soninn Aleph sem fæddur er árið 2011 og dótturina Amalia sem fædd er árið 2017. Portman hefur verið ötul að benda á atriði í samfélaginu sem hún vildi sjá öðruvísi. Hún er menntuð frá Harvard og telur m.a. mikla skekkju fólgna í tækifærum kvenna og karla í samfélaginu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert