Með dótturina á brjósti á tökustað

Caterina Scorsone gefur brjóst í vinnunni.
Caterina Scorsone gefur brjóst í vinnunni. Skjáskot/Instagram

Grey's Anatomy-leikkonan Caterina Scorsone birti mynd af sér á dögunum þar sem hún gefur dóttur sinni brjóst á tökustað. 

Þetta er þriðja dóttir Scorsone en hún kom í heiminn í desember og er því aðeins nokkurra mánaða gömul. Scorsone fer með aðalhlutverk í Grey's Anatomy og því enginn tími til að fara í fæðingarorlof. 

Scorsone segir að svona líti feminískir innviðir út þar sem vinnustaðir styðji við bakið á vinnandi konum, fjölskyldum og börnum. Höfundur Grey's Anatomy, Shonda Rhimes, er kona og hefur unnið að því ásamt framleiðendum að gera vinnuaðstæður við þættina góðar fyrir fjölskyldur.mbl.is