Hobbitinn orðinn faðir

Elijah Wood er orðinn faðir.
Elijah Wood er orðinn faðir. Jamie McCarthy

Leikarinn Elijah Wood og kærasta hans Mette-Marie Kongsved eru orðin foreldrar. Wood er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk hobbitans Fróða Bagga í Hringadróttingsögu. 

Kongsved sást kasólétt í júlí síðastliðinn og greindi Wood frá því skömmu seinna að þau ættu von á barni. Hún sást aftur fyrir skömmu, ekki ólétt, og hefur UsWeekly staðfest að barnið er komið í heiminn.

Wood og Kongsved unnu saman að kvikmyndinni I Don't Feel at Home in This World Anymore árið 2017 en hún er kvikmyndaframleiðandi og ættuð frá Danmörku. Þau hafa verið sambandi síðan í janúar 2018,

mbl.is