Missti meydóminn 41 árs og er nú ólétt

Amanda McCracken og eiginmaður hennar eiga von á barni.
Amanda McCracken og eiginmaður hennar eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Hin bandaríska Amanda McCracken beið með að stunda samfarir þar til hún hitti rétta manninn. McCracken beið lengi eftir draumaprinsinum og missti því ekki meydóminn svokallaða fyrr en í fyrra, þá 41 árs. Nú er McCracken 42 ára og á von á sínu fyrsta barni. 

Í pistli á vef HuffPost segir hin ólétta McCracken að hún hafi átt stefnumót við marga menn fyrir fertugt og stundað kynlíf með þeim en aldrei haft samfarir. Sumarið 2018 hitti McCracken loksins ástina í lífi sínu.Tilfinningin var allt öðruvísi en önnur sambönd þar sem hún segist hafa treyst honum áður en hún varð ástfangin af honum. 

Tíu mánuðum eftir að hún kynntist manni sínum stundaði hún samfarir í fyrsta sinn í rómantísku fríi og tveimur mánuðum seinna voru þau gift. McCracken greindi frá því á Instagram á dögunum að þau ættu von á barni. 

View this post on Instagram

The following is possibly the best BIRTHday announcement I’ve ever made ❤️ Last July, Grandma Velda asked me when Dave and I would be getting married. “Maybe next July,” I responded. “JULY?!?!” she exclaimed, “You could have a baby by then!” Well, guess what, friends---grandma’s prophecy has come true. We are expecting a baby end of July/early August! As of now, we are waiting until the birth to learn the sex, but we are in awe of our little one already. At 6 weeks we heard the heartbeat, and at 11 weeks we saw the baby’s hand caressing its face. Next week marks 4 months (almost halfway!) and we are eager to see it swimming butterfly and backstroke 😉Pepper says she is excited about becoming a big sister. Let the next chapter begin! 🥳 #happybirthdaytome #babyannouncement #mommabear #papabear #babybear

A post shared by Amanda McCracken (@amandajmccracken) on Feb 11, 2020 at 6:25am PSTmbl.is