Stafsetningarvilla í húðflúri Bloom

Orlando Bloom er mannlegur og getur gert mistök.
Orlando Bloom er mannlegur og getur gert mistök. AFP

Leikarinn Orlando Bloom hefur látið leiðrétta stafsetningarvillu sem var í húðflúri hans. Húðflúrið er nafn sonar hans, Flynn, stafsett með mors-stafrófinu og fæðingardagur hans. 

Bloom birti mynd af upphaflega húðflúrinu á Instagram og fékk þá ábendingar um að eitt stutt merki vantaði í L-ið og því stóð „Frynn“ en ekki Flynn. Húðflúrarinn hans, Balazs Bercsenyi, viðurkenndi mistökin á Instagram og sagði að þeir myndu kippa þessu í liðinn. 

Bloom birti svo aðra mynd af húðflúrinu þar sem hann viðurkennir einnig mistökin fúslega og gerir grín að vankunnáttu sinni á mors-stafrófinu. Hann birti mynd af stafrófinu sem hann fann á netinu og notaði til að stafsetja nafnið, en villa er í því stafrófi og L ekki merkt rétt inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert