Gómaði ljósmyndara á fótboltaleik sonarins

Hilary Duff á tvö börn.
Hilary Duff á tvö börn. mbl.is/AFP

Leikkonan Hilary Duff er ekki hrifin af því að paparazzi-ljósmyndarar taki mynd af börnunum hennar. Duff birti myndband þar sem hún gómaði ljósmyndara á fótboltaleik hjá syni hennar um helgina og lét hún hann heyra það fyrir að vera að taka myndir af 7 ára gömlum syni hennar.

Í myndbandinu má heyra Duff spyrja hann hvort hann þekkti einhver börn sem voru að keppa og bað hann svo vinsamlegast um að hætta að taka myndir af börnum sem hann þekkir ekki. 

Ljósmyndarinn sagði að það sem hann væri að gera væri löglegt. Seinna segist hann vera að æfa sig að taka myndir og að Duff eigi ekki að vera svona vænisjúk.

Undir myndbandið á Instagram skrifar Duff að það þurfi að breyta lögunum og það sé ekki í lagi að blaðaljósmyndarar mæti á viðburði hjá börnum frægs fólks. 

Í athugasemdakerfinu skrifar stjörnubloggarinn Perez Hilton, sem heldur úti Perezhilton.com að hann birti aldrei paparazzi-myndir af börnum frægra. 

Duff fékk miklar undirtektir frá frægu fólki á færslunni, meðal annars leikkonunum Busy Philipps og Nikki Reed.

View this post on Instagram

Go “practice” your photography on ADULTS! Creep! Laws need to change! This is stalking minors! Disgusting!

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff) on Feb 22, 2020 at 10:05am PST

mbl.is