Börn frægra í fantaflottum búningum

Frægir Íslendingar hafa birt myndir af börnum sínum í öskudagsbúningum …
Frægir Íslendingar hafa birt myndir af börnum sínum í öskudagsbúningum á samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Íslendingar hafa nýtt samfélagsmiðla til þess að birta myndir af börnum sínum í öskudagsbúningum í dag. Frægir Íslendingar hafa að sjálfsögðu gert slíkt hið sama og eru búningar barnanna fjölbreytilegir. 

Áhrifavaldurinn Sólrún Diego greindi frá því að heima hjá henni hefðu allir vaknað veikir. Það kemur ekki í veg fyrir að börn hennar, þau Maísól og Maron, klæðist öskudagsbúningum. Börnin eru klædd sem Viddi úr Leikfangasögu og álfkonan Blíða úr þáttunum um Blíðu og Blæ. Fá þau síðan að slá köttinn úr tunnunni heima hjá sér í ár. 

Önnur börn frægra fóru út í daginn í búningum eins og sjá má á myndum hér að neðan. 

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson á afmæli í dag. Hann birti þó bara mynd af börnum sínum í búningum. Eitt barna hans var klæddur sem glímukappi af stærri gerðinni og annað sem baráttubarn í anda Gretu Thunberg. 

View this post on Instagram

ASH WEDNESDAY!

A post shared by johanneshaukur (@johanneshaukur) on Feb 26, 2020 at 12:20am PST

Kokkurinn Hrefna Sætran birti mynd af börnum sínum á leiðinni í skólann í flottum búningum. 

View this post on Instagram

Sonic the hedgehog 🦔 og Anna úr gömlu Frozen ❄️ á leiðinni í skólann 😻 Öskudagur 2020

A post shared by Hrefna Rósa Sætran (@hrefnasaetran) on Feb 26, 2020 at 12:01am PST

Snyrtifræðingurinn Gurrý Jóns á dóttur með einkaþjálfaranum Agli Einarssyni. Dóttir þeirra var klædd í Frozen-búning. 

View this post on Instagram

Do you wanna build a snowman? ❄️⛄️#frozen2

A post shared by Gurrý Jóns (@gurryjons) on Feb 26, 2020 at 4:06am PST

Elín María Björns­dótt­ir sem stjórnaði meðal annars brúðkaupsþættinum Já á SkáEinum birti myndir af börnum sínum í búningum. 

View this post on Instagram

Japanese geisha and a unicorn going to school today❤️ #öakudagur

A post shared by Ella (@ellabjorns) on Feb 26, 2020 at 12:41am PST

Fagurkerinn Þórunn Högna er þekkt fyrir að hugsa vel út í smáatriði þegar kemur að hönnun. Þórunn Högna hefur greinilega hugsað út í öll smáatriði á öskudagsbúningu dóttur sinnar. 

Rithöfundurinn Andri Snær Magnason birti mynd af krökkum gera sig til fyrir öskudaginn og spurði hvað allir þessir kettir væru að gera. 

View this post on Instagram

Agara gagara þeysisprettir, hví eru hér svo margir kettir?

A post shared by Andri Snær Magnason (@andrimagnason) on Feb 26, 2020 at 1:11am PST

Söng- og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir birti myndband af börnum sínum tveimur í gærkvöldi. Voru börnin þá komin í búning. Eitt var í ninja en annað var Bubby byggir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert