Ólétt og í engu sambandi við barnsföðurinn

Kai­lyn Lowry er í engum samskiptum við barnsföður sinn Chris …
Kai­lyn Lowry er í engum samskiptum við barnsföður sinn Chris Lopez. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kailyn Lowry er í engu sambandi við barnsföður sinn, Chris Lopez, í dag. Hann tekur engan þátt í uppeldi sonar þeirra Lux og Lowry gerir ekki ráð fyrir að hann muni koma að uppeldi barnsins sem hún gengur með núna. 

Lowry greindi frá því fyrr á árinu að hún ætti von á sínu fjórða barni en greindi ekki frá hver barnsfaðirinn er. Síðar hefur komið í ljós að það er fyrrverandi kærasti hennar, Lopez. 

„Ég veit að aðstæður eru ekki eins og best væri á kosið, en sögusagnirnar sem hafa verið á kreiki um mig eru algjörlega ósannar. Þegar upp er staðið á ég þrjú börn sem eru hamingjusöm, hraust og frábær. Ég veit ég er í stakk búin að ala upp annað barn ein og við erum öll svo spennt að bjóða hann velkominn í heimin,“ sagði Lowry.

Lowry hefur staðfest að þau Lopez séu í engum samskiptum en að hann hafi gert hana ólétta viljandi. Hún hefur ekki viljað ræða hvernig þau stóðu að getnaðinum. 

mbl.is