Vildi ekki dansa við pabba sinn á balli

Mark Wahlberg.
Mark Wahlberg. Skjáskot/Instagram

Hin 10 ára gamla Grace vildi alveg ómögulega dansa við pabba sinn, leikarann Mark Wahlberg, á feðginaballi í skólanum sínum. 

„Ég fékk ekki að dansa einn dans við hana. Ég sagði henni að við myndum taka þetta alla leið og ef það væri stór hringur myndi ég fara inn í miðjuna og dansa. Hún sagði „Pabbi, ef ég mun skammast mín fyrir þig ætla ég aldrei að tala við þig aftur.“,“ sagði Wahlberg í viðtali hjá Ellen DeGeneres í vikunni. 

Grace er yngsta barn foreldra sinna, Wahlberg og og Rheu Durham. Þau eiga einnig Ellu 16 ára, Michael 13 ára og Brendan 11 ára. 

Grace litla er ekki mjög hrifin af danstöktum pabba síns en hún hefur séð nokkur gömul tónlistarmyndbönd af hljómsveit pabba síns, Marky Mark and the Funky Bunch. „Hún segir að ef hún þurfi að horfa á þau aftur ætli hún aldrei að tala við mig aftur,“ sagði Wahlberg.

View this post on Instagram

Daddy daughter dance last night❤️

A post shared by Mark Wahlberg (@markwahlberg) on Feb 1, 2020 at 12:55pm PST

mbl.is