Katrín Halldóra á von á syni

Katrín Halldóra á von á barni.
Katrín Halldóra á von á barni. mbl.is/Árni Sæberg

Leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir og tónlistarmaðurinn Hallgrímur Jón Hallgrímsson eiga von á syni.

Katrínu ættu flestir að kannast við en hún fór með hlutverk Ellyar í söngleiknum um Elly. Hallgrímur er trommari í hljómsveitinni Sólstöfum og skógarhöggsmaður hjá Reykjavíkurborg.

Katrín tilkynnti á Facebook í gærkvöldi að þau ættu von á litlum dreng í júnímánuði. Þetta er fyrsta barn þeirra saman en fyrir á Hallgrímur einn son. 

mbl.is