Sex ára North sló í gegn með rappi

North West erfði tónlistarhæfileika föður síns.
North West erfði tónlistarhæfileika föður síns. Skjáskot/Instagram

North West, dóttir ofurparsins Kanye West og Kim Kardashian átti sviðið á tískusýningu föður sinn þegar hún rappaði í lok sýningar merkisins Yeezy í París. North sem verður sjö ára í sumar stóð sig eins og hetja en fólk var þrátt fyrir það fljótt að gagnrýna lagið. 

Fólk benti á að lagið væri líkt laginu What I Do? sem hin fimm ára gamla stjarna Zaza gaf út árið 2019. Foreldrar ZöZu tjáðu sig um lag North West á Instagram. Sögðust þau ekki vera reið en að Kanye West og dóttur hans hefðu sótt innblástur til dóttur sinnar án þess að geta upprunans. 

Móðirin Kim Kardashian var fljót til og svaraði foreldrum hinnar ungu Zözu. Hún sagði lagið vera remix af lagi Zözu og þau hafi ekki ætlað að sleppa því að geta upprunans. Sagði hún jafnframt að North West væri mikill aðdáandi Zözu og það hafi verið hugmynd North West að koma fram á tískusýningunni. Vonaðist hún jafnframt eftir því að stelpurnar gætu hist einn daginn. 

Í spilaranum hér að neðan má sjá North West með hljóðnemann. 

View this post on Instagram

North with the 🔥 performance to close out the show in Paris. March 2.

A post shared by TeamKanyeDaily (@teamkanyedaily) on Mar 2, 2020 at 1:15pm PST

Hér fyrir neðan má sjá upprunulega lagið sem ZaZa gerði allt vitlaust með. Kardashian skrifaði athugasemd við þetta innlegg. 

View this post on Instagram

in July of 2019, ZaZa & her dad went into the studio for the ultimate experience! To finally begin making the music she wanted to make. We take PRIDE in creativity, and believe whether a child’s involved or an adult... creativity deserves RESPECT/homage! What @kimkardashian (Kanye west) are doing with their daughter... with the inspiration of ZaZa & our family in mind is okay... we not mad BUT . . PLS SHOW LOVE AND SUPPORT TO THE ORIGINAL FIRST!!! We admire Kanye west, and adore his journey. However, we don’t wanna feel like our daughter’s journey in the world of entertainment is being STIFLED . . THANK YOU! 💕 . . #ZaZaChallenge #WhatIDo #ThatsANoNo #ZaZa #BlackGirlMagic #blackgirlsrock #HypeKids #hypebae #redcarpetgirlz #explorepage #viral #yeezyseason8 #kanyewest #kimkardashian

A post shared by 💕ZaZa💕 (@redcarpetgirlz) on Mar 2, 2020 at 1:33pm PSTmbl.is