Tvíburar Guðbjargar komnir í heiminn

Guðbjörg Gunnarsdóttir eignaðist tvíbura 31. janúar.
Guðbjörg Gunnarsdóttir eignaðist tvíbura 31. janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Guðbjörg Gunnarsdóttir eignaðist tvíbura þann 31. janúar síðastliðinn. Guðbjörg segir þau dafna vel en hún eignaðist stúlku og dreng. 

Guðbjörg tók sér ótímabundið leyfi frá fótboltanum í fyrra þegar hún tilkynnti að hún ætti von á tvíburum. Hún hefur verið aðalmarkmaður íslenska kvennalandsliðsins síðustu ár og varafyrirliði liðsins. Guðbjörg er samn­ings­bund­in sænska úr­vals­deild­arliðinu Djurgår­d­en. 

Guðbjörg segir í færslu á Twitter að tvíburarnir dafni vel en þau hafa fengið nöfnin William og Olivia. Guðbjörg er í sambandi með knattspyrnukonunni Miu Jalkerud og eru þetta þeirra fyrstu börn saman.

mbl.is