Kórónuveiran gæti haft áhrif á fermingar

Hópur unglinga sem fermdist borgaralega hjá Siðmennt árið 2016.
Hópur unglinga sem fermdist borgaralega hjá Siðmennt árið 2016. mbl.is/Golli

Útbreiðsla kórónuveirunnar gæti mögulega haft áhrif á fermingar hjá Siðmennt að því er fram kemur í tölvupósti sem sendur var foreldrum fermingarbarna hjá Siðmennt í dag. 

„Á meðan landlæknir leyfir enn almennt skólahald sjáum við ekki ástæðu til þess að fella niður fermingarfræðslutíma að svo stöddu. Gott er að vekja athygli á því að börn virðast vera ólíkleg til að sýkjast og eiga auðvelt með að ráða við veiruna, þannig að þau eru ekki í sérstökum áhættuhópi. Leiðbeinendur hafa fengið tilmæli um viðbrögð varðandi varúðarráðstafanir,“ segir í tölvupóstinum sem foreldrar fengu í dag. 

Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja til um hvort kórónuveiran muni hafa áhrif á fermingarathafnir. 

„Enn sem komið er hefur ekki verið lagt á neitt sérstakt samkomubann, en yfirvöld hafa gefið í skyn að til slíkra takmarkanna gæti komið á einhverjum tímapunkti. Við hjá Siðmennt leggjum áherslu á að við fylgjumst mjög vel með tilkynningum Landlæknis og munum að sjálfsögðu fylgja fyrirmælum frá yfirvöldum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert