Tilkynnti óléttu í nýju tónlistarmyndbandi

Katy Perry tilkynnti óléttuna í nýju tónlistarmyndbandi.
Katy Perry tilkynnti óléttuna í nýju tónlistarmyndbandi. Skjáskot/Youtube

Tónlistarkonan Katy Perry á von á barni. Perry opinberaði óléttuna í sínu nýjasta tónlistarmyndbandi sem hún gaf út í gærkvöldi.

Þetta er hennar fyrsta barn með leikaranum Orlando Bloom en fyrir á hann 9 ára soninn Flynn. 

Lagið sem hún gaf út fjallar um hræðslu við að skuldbinda sig en einnig um hversu tilbúin hún er fyrir hamingjusamt líf með nýrri manneskju.

Perry fór í beina útsendingu á Instagram stuttu eftir að myndbandið var frumsýnt þar sem hún greindi frá því að settur dagur hjá henni er í sumar.mbl.is