Átti erfitt með brjóstagjöf eftir framhjáhaldið

Brjóstagjöfin var mjög erfið fyrir Khloé Kardashian.
Brjóstagjöfin var mjög erfið fyrir Khloé Kardashian. AFP

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian átti erfitt með brjóstagjöfina eftir að dóttir hennar, True, kom í heiminn í apríl 2018. 

Nokkrum dögum áður en Kardashian og kærasti hennar Tristan Thompson eignuðust sitt fyrsta barn birtust myndir af honum á djamminu með öðrum konum.

„Ég var ekki örugg í brjóstagjöfinni. Mér leið eins og hún fengi ekki neitt. Þetta er ekki svo auðvelt. Ég man að ég borðaði það sem ég átti að borða, drakk þetta heimskulega te. Var á þessu mataræði til að auka mjólkurframleiðsluna og pumpaði mig í hvert skipti sem hún lagði sig. En það stoppaði aldrei. Brjóstin voru eitt blæðandi sár. Það var hræðilegt,“ sagði Kardashian í youtube-myndbandi.

„Sársauki var ekki mitt vandamál. Ég framleiddi enga mjólk. Ég var mjög stressuð, það var margt að gerast á þessum tíma sem ég held að hafi haft áhrif á framleiðsluna, en ég veit það ekki. Að vera ein í Cleveland og ekki með fjölskyldunni. Maður er líka að læra inn á allt sjálfur,“ sagði Kardashian. 

Þegar True litla fór svo að léttast hafði það enn verri áhrif á Kardashian. „Í fyrsta skipti sem ég gaf henni þurrmjólk leið mér eins og mér hefði mistekist. Mér leið mjög illa með sjálfa mig,“ sagði Kardashian og bætir við að þegar þær tilfinningar hafi farið hafi sér loksins farið að líða vel og farið að njóta tímans með dóttur sinni. Hún hætti með hana á brjósti í júlí 2018.

Mæðgurnar.
Mæðgurnar. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert