Svona leit Beckham út þegar hann varð faðir

Victoria Beckham birti mynd á Instagram af feðgunum David og …
Victoria Beckham birti mynd á Instagram af feðgunum David og Brooklyn Beckham. skjáskot/Instagram

Knattspyrnustjarnan fyrrverandi David Beckham og eiginkona hans Victoria Beckham fögnuðu því í vikunni að 21 ár er síðan elsti sonur þeirra kom í heiminn. Í tilefni þess birti Victoria gamla mynd á Instagram af feðgunum David og Brooklyn Beckham. 

Það fer ekki fram hjá aðdáendum hjónanna að myndin er nokkuð gömul. Frumburðurinn hefur stækkað töluvert síðan myndin var tekin fyrir 21 ári. Knattspyrnustjarnan hefur einnig breytt um hárgreiðslu en á myndinni er hann með strípur og töluvert meira hár en í dag. 

 „Fyrir 21 ári í dag kom fallegasta sálin í heiminn og breytti lífi okkar að eilífu. Tilfinninganæmur, ljúfur, góður og fyndinn, þú ert okkur allt,“ skrifaði fatahönnuðurinn og fyrrverandi kryddpían við myndina. 

mbl.is