Sonur Michaels Jacksons keypti lúxushús

Blanket Jackson splæsti í hús á afmælisdaginn sinn.
Blanket Jackson splæsti í hús á afmælisdaginn sinn. Skjáskot/Instagram

Blanket Jackson, yngsti sonur Michaels Jacksons, keypti 2,6 milljóna bandaríkjadala hús á 18 ára afmælisdaginn sinn. Jackson hinn ungi varð 18 ára 21. febrúar síðastliðinn. 

Eignin sem hann keypti sér er lúxuseign í Calabasas í Kaliforníu en þar búa stjörnur á borð við John Travolta, Dr. Dre og Kardashian-systurnar. 

Samkvæmt Variety er húsið 590 fermetrar og í því eru sex herbergi og sjö baðherbergi. Húsið var byggt árið 1990 og er í Miðjarðarhafsstíl. Í bakgarðinum er sundlaug og pottar. 

Ljósmynd/Pacific Playa Realty
Ljósmynd/Pacific Playa Realty
Ljósmynd/Pacific Playa Realty
Ljósmynd/Pacific Playa Realty
mbl.is