Archie fór ekki með vegna kórónuveirunnar

Archie og Meghan í október.
Archie og Meghan í október. AFP

Archie litli fór ekki með til Englands þar sem foreldrar hans tóku þátt í síðustu opinberu viðburðum sínum áður en þau hætta störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna í lok mánaðarins. Athygli vakti að Archie var ekki með í för en nú er kórónuveirunni kennt um að því er fram kemur á vef Telepgrah. 

Blaðamaður fylgdist með þegar Meghan tók á móti ungmennum í Buckinghamhöll í byrjun vikunnar. Að sögn blaðamannsins var talað um kórónuveiruna og kom í ljós að sú ákvörðun að skilja Archie eftir í Kanada var tekin með heilsu hans í huga í ljósi heimsfaraldursins sem nú geisar. 

Archie hefur ekki komið til Englands síðan hjónin fóru til Kanada fyrir áramót undir því yfirskini að taka sér nokkurra vikna leyfi. Finnst mörgum skrítið að sonur hjónanna skuli ekki fá að fara með þeim til Englands og hitta drottninguna og Filippus prins í ljósi aldurs þeirra. Drottningin verður 94 ára í apríl en prinsinn 99 ára í sumar.

Harry, Meghan og Archie halda nú til í Kanada.
Harry, Meghan og Archie halda nú til í Kanada. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert