Skólahreysti færð fram í maí

Skólahreysti hefur verið fært fram í maí.
Skólahreysti hefur verið fært fram í maí. Eggert Jóhannesson

Skólahreysti mun ekki fara fram dagana 18., 19. og 25. mars næstkomandi vegna samkomubanns yfir 100 manns sem tekur gildi á mánudaginn kemur. Keppnin verður færð fram í maí en nánari dagsetningar verða gefnar út þegar nær dregur. 

Í tilkynningu frá Skólahreysti á Facebook segir: „Í ljósi nýjustu upplýsinga frá heilbrigðisráðherra í dag þá eru forsendur okkar brostnar til að halda Skólahreysti 18. og 19. í Hafnarfirði og 25. mars á Egilsstöðum þar sem samgöngubann tekur gildi 15. mars. Einnig munum við færa dagsetningu úrslita sem áttu að fara fram 29. apríl.

Við höfum því ákveðið að halda Skólahreysti í byrjun maí.

Við sendum nýjar dagsetningar þegar við sjáum betur hvað hentar best og hvað er í lagi miðað við ástand Covid-19 þá. Við munum halda áfram að fylgjast með fréttum og vinna skv því.“

Áður hafði verið ákveðið að streyma keppnunum 18. og 19. mars í beinni útsendingu á Facebook en ekkert verður af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert