„Ég vildi stundum að ég væri aðeins meira einhverf“

Pang segir að hún eigi mjög auðvelt með að detta …
Pang segir að hún eigi mjög auðvelt með að detta út og kafa ofan í vísindin. Hún reynir þó eftir fremsta megni að tengja við umhverfið sitt.

Dr. Camilla Pang er á því að einhverfa og athyglisbrestur séu ofurkraftar hennar. Hún sér ekki eftir því að hafa farið í gegnum lífið á eigin forsendum án þess að deyfa þessa eiginleika. Enda lifir hún áhugaverðu lífi sem fræðimaður í dag. Í raun segir hún lyf fyrir fólk eins og hana vera gefin af fólki með fordóma. 

Pang var átta ára að aldri þegar hún var greind með einhverfu og 26 ára þegar hún var greind með athyglisbrest. 

Pang lýsir því hvernig einhverfa hennar virkaði í æsku.

Þegar síminn hringdi og einhver spurði hvort mamma hennar væri heima, þá svaraði hún því játandi og lagði símann svo á. Hún gat ómögulega getið sér til um hvað einstaklingurinn vildi þar sem ekki var beðið um mömmuna í símann.

Pang sem er prófessor í lífefnafræði segir að verkefnið hennar í lífinu hafi verið að gera handrit að tilfinningalífi fólks. Enda spurði hún ung að aldri hvort ekki væri slíkt til þegar hún átti sjálf erfitt með að geta sig til um aðstæður annarra. 

Hún skrifaði bókina Explainin Humans - What Science Can Teach Us about Life, Love and Relationships - sem þykir frábær bók fyrir alla þá sem vilja skilja umhverfið í kringum sig betur út frá vísindum. 

Saga Pang þykir áhugaverð fyrir margar sakir. Þá sér í lagi skoðun hennar á því að börn sem fæðast á sama rófi og hún, séu í raun og veru snillingar sem samfélagið þarf að læra að koma aðeins meira til móts við. 

Hún þakkar einhverfu sinni og athyglisbrest kraftinn á bak við frama sinn og vonar að með því að segja söguna sína geti hún verið fólki eins og henni til fyrirmyndar. 

Í nýlegu viðtali lét hún þau orð falla að stundum vildi hún að hún væri aðeins meira einhverf, en hún segir það skemmtilegan spegill á samfélagið í heild sinni. 

View this post on Instagram

THE TIMES - Ready, Set, GO. . . I washed my hair this morning BEFORE work, usually that never happens. To have an article in the Times, portraying my message and book so beautifully and poignantly, I am super chuffed and feeling more empowered in my weirdness than ever. . . This isn't about me though funnily enough. I wrote this book and say these words on behalf of the neurodiverse community currently being squashed with 'wrongs', 'disorders', and feelings of futility. . . I would rather read to the point of insanity than take pills for my autism. It's almost insulting to suppress neurodiversity, it's human evolution! . . Hold on tight as I feel this could be the start of something. So PLEASE keep being your shape, in all its weirdness. You are perfect as you are 🖤🙏 . . FULL ARTICLE in my highlights 'LAUNCH'. . . #thetimes #times2 #autismawareness #advocacy #neurodiversity #mentalhealth #workculture #society #aspiepower #adhdlife #explaininghumans #writerlife #scientistlife #aspielife #superpower #psychology #ownit #asyouare

A post shared by CAMILLA PANG (@millie_moonface) on Mar 4, 2020 at 9:15am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert