Trúði ekki að hún ætti von á fjórburum

30 vikur og 4 dagar í móðurkvið og 30 vikur …
30 vikur og 4 dagar í móðurkvið og 30 vikur og 4 dagar fyrir utan móðurkvið. skjáskot/Instagram

Instagram-bloggarinn Lindsay Hay trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hún komst að því að hún væri ólétt að fjórburum. Hay hafði gengið í gegnum mörg fósturlát fyrir þetta og höfðu læknar miklar áhyggjur af að hún væri einfaldlega of smávaxin til að ganga með fjögur börn. 

„Það var frekar þungbúin stemning þegar ég fór í sónar. Ég er 157 cm á hæð og var 52 kíló á þessum tímapunkti og þeir sögðu mér að líkami minn gæti ekki höndlað þetta. Þeir töluðu mikið um hversu mikil áhætta þetta væri,“ sagði Hay í viðtali við Today. 

Þrátt fyrir áhættusama meðgöngu komu fjórburar Hay í heiminn eftir 30 vikur og fjóra daga og eru heilbrigðir og hraustir í dag. Í febrúar deildi hún skemmtilegri mynd af sér kasóléttri á fæðingardegi fjórburanna og svo mynd af sér með börn sín eftir 30 vikur og fjóra daga í heiminum. 

View this post on Instagram

29 WEEK QUAD BUMPDATE!! Finally! Even though I’m actually 30 weeks TOMORROW. For someone who is living in the hospital with little going on you’d think I’d be more on top of things but I’ve still been a slacker and I’m sorry! So going back, you probably already know my doctor threw me back into the hospital last Wednesday because he was too worried having me home (we live about an hour away.) After a lot of crying I realized it truly was the best for everyone and sucked it up. I don’t ever want to sugar coat anything or come off as this badass warrior who can handle everything that comes my way with a smile. For the first few days I hardly got any sleep and cried frequently. It is so hard being away from my family but after making some requests with the hospital I’ve finally settled in and am coping with our circumstances. I know this is so short lived and if it helps give me four more healthy babies, sign me up. @syman_1 has been a saint - with minimal complaining 😉 - and visits every single day with Carson. We’ve established a little routine that’s been working well. Dinner, movie, shower, brush teeth, book and off they go. It’s just our new normal for now and we’re all doing ok with it. My belly is clearly getting bigger (literally by the day at this point) and at the risk of sounding vain I’m really proud of my body and what it’s doing right now. We haven’t had a growth scan since 27+5 but the babes all look great (cord flow, placentas, fluid, and heart rates) and it’s truly a miracle we have surpassed the average gestation for quads! I will never forget my infertility doc telling me I would never be able to grow four babies with my frame and I will always be grateful we didn’t listen. Now that I’m almost 30 weeks (4 more hours!!!) I am finally starting to lose my anxiousness and really genuinely believe these babies are going to get here and be just fine. NICU will present a lot of challenges but this pregnancy has shown me a new kind of strength I didn’t know was possible. Our goal is still 32 weeks but I’m thankful for every minute. As always, we really appreciate the love. 🙌🏻 #longestpostever

A post shared by L I N D S A Y • H A Y 🌻 (@heylindshay) on Jul 18, 2019 at 5:27pm PDT

Hún segir að sér hafi liðið mjög illa á meðgöngunni og eiginlega ekki getað staðið. Þegar hún lítur til baka á myndirnar trúir hún varla að líkami hennar hafi getað þetta.

Þar sem Hay er lítil var markmiðið að hún myndi ná að ganga með börnin í allavega 28 vikur. Hún náði því og 18 dögum fram yfir það, en hver vika skiptir máli fyrir börn í móðurkviði. 

Fjórburarnir komu í heiminn 23. júlí í fyrra en fóru ekki heim af spítalanum fyrr en í september.

Á spítalanum um sumarið og komin heim í september.
Á spítalanum um sumarið og komin heim í september. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert