Georg og Karlotta í heimakennslu

Georg prins og Karlotta prinsessa munu fá heimakennslu á næstu …
Georg prins og Karlotta prinsessa munu fá heimakennslu á næstu vikum. AFP

Georg prins og Karlotta prinsessa munu fá heimakennslu á næstu vikum. Hræðsla var um kórónuveirusmit í skólanum þeirra í lok febrúar síðastliðins og voru foreldrar beðnir að senda börn sín ekki í skólann. 

Skólastarf mun ekki fara fram með hefðbundnu sniði í skóla konungsbarnanna, Thomas's Battersea, á næstu vikum vegna útbreiðslu veirunnar í Bretlandi. 

Georg og Karlotta munu því fá heimakennslu og kennt verður í gegnum netið að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum í dag.

Hin fjögurra ára gamla Karlotta hóf nám við skólann síðastliðið haust og Georg er nú í þriðja bekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert