Gera tíundu tilraunina til að eignast barn

Lance Bass (t.h.) ásamt eiginmanni sínum Michael Turchin.
Lance Bass (t.h.) ásamt eiginmanni sínum Michael Turchin. skjáskot/Instagram

Lance Bass, fyrrverandi meðlimr stráka­sveit­ar­inn­ar NSYNC, og eiginmanni hans, Michael Turchin, hefur gengið erfiðlega að eignast barn. Í tvö ár hafa þeir reynt að eignast barn með hjálp staðgöngumóður. Eftir níu misheppnaðar tilraunir eru þeir komnir með tíunda egggjafann og ætla reyna að nýju á næstu mánuðum.

Draumurinn um að eignast barn varð næstum því að veruleika í níundu tilrauninni en í ágúst á síðasta ári fengu þeir að vita að tæknifrjóvgun hefði loksins gengið upp. Því miður missti staðgöngumóðirin fóstrið þegar það var átta vikna.

Bass segir algengt að fólk sem fari í tæknifrjóvgun lendi í missi eins og þessum. 

„Ég vissi það ekki einu sinni þegar við fórum í gegnum þetta en við hittum svo mörg frábær pör sem hafa sömu sögu að segja. Þú finnur mikinn stuðning vitandi að annað fólk hefur gengið í gegnum það sama.“

Strákasveitin NSync árið 2001. Frá vinstri; Justin Timberlake, Joey Fatone, …
Strákasveitin NSync árið 2001. Frá vinstri; Justin Timberlake, Joey Fatone, Chris Kirkpatrick, Lance Bass og J.C. Chasez. JEFF CHRISTENSEN

Bass hefur dreymt um að verða faðir allt frá því að hann var ungur drengur. Hann hafði þó áhyggjur af því að kynhneigð hans kæmi í veg fyrir það. Hann segir að síðasta tæknifrjóvgun hafi verið erfiðust vegna þess að það var í fyrsta skipti sem staðgöngumóðirin varð ólétt. Var hann byrjaður að sjá sig fyrir sér sem foreldri.

„Það er það sem er svo glatað; þú getur ekki komið í veg fyrir þessar hugsanir og að sjá fyrir þér þessa fullkomnu framtíðarsýn,“ sagði stjarnan. „Það er erfitt að komast yfir það. Það er eins og allar þessar vonir og draumar sem ég átti muni ekki verða að veruleika. En það er ástæða fyrir öllu og þegar það á að gerast mun það gerast.“

Bass bindur vonir við að tíunda tilraun gangi upp en ef ekki er ættleiðing alltaf möguleiki. Segir hann fullt af börnum þurfa á foreldrum að halda. Ef næsta tilraun gengur ekki upp ætla hjónin mögulega að reyna að ættleiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert