Áhrifavaldur fór í neglur og vax fyrir fæðinguna

Emma Ford gerði sig fína fyrir fæðinguna.
Emma Ford gerði sig fína fyrir fæðinguna. skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlaáhrifavaldurinn Emma Ford strílaði sig heldur betur upp áður en hún eignaðist sitt annað barn í janúar síðastliðnum. 

Hin 34 ára gamla Ford vildi að allt yrði fullkomið í fæðingu sonar síns eftir að hafa upplifað heldur brösulega fæðingu með sitt fyrsta barn sem kom í heiminn árið 2016. 

Ford tók sér heilan dag í spa-i nokkrum dögum fyrir skipulagða keisarafæðingu. Hún fór í bikinívax, andlitsbað og nudd. Stuttu seinna fékk hún sér svo gervineglur, augnháralengingar og fór í hárlagningu. 

Hún mætti svo í fínum kjól og háum hælum á fæðingardeildina með Michael Kors-handtösku. Alls eyddi hún um 440 þúsundum íslenskra króna í meðferðir og fín föt fyrir sjálfa sig fyrir fæðinguna. 

Á leið á fæðingardeildina.
Á leið á fæðingardeildina. skjáskot/Instagram

„Ég elska að gera mig fína. Ég fer aldrei neitt án þess að mála mig og það var mér mjög mikilvægt, í þetta skiptið, að líta vel út og líða vel með sjálfa mig þegar ég eignaðist barnið mitt. Þetta er svo sérstakur viðburður að ég vildi að þetta yrði fullkomið,“ segir Ford í viðtali við The Sun

Í fæðingunni.
Í fæðingunni. skjáskot/Instagram

„Eftir síðustu meðgöngu og fæðingu, sem var svo skelfileg, langaði mig bara að njóta núna. Mig langaði að gera þetta skemmtilegt og líða vel. Fyrri fæðingin var erfið og olli miklum heilsuvandræðum hjá mér. Og um átta vikum eftir fæðinguna missti ég hægri eggjastokkinn,“ segir Ford og bætir við að núna hafi hún viljað vera róleg. 

„Mig langaði að vera kynþokkafull og flott og sýna öðrum mömmum að þeim geti líka liðið þannig. Ég vann alla meðgönguna svo mig langaði að slaka á í fæðingunni og hugsa bara um mig sjálfa og barnið mitt,“ segir Ford.

Eftir fæðinguna.
Eftir fæðinguna. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert