Setja bangsa út í glugga

Bangsi út í glugga.
Bangsi út í glugga.

Ninna Karla Katrínardóttir hvatti fólk til þess að setja bangsana sína út í glugga i hverfishópnum sínum á Facebook. Ninna fékk hugmyndina úr mömmuhópi á Facebook en upphaflega kemur hugmyndin erlendis frá. Hugmyndin gengur út á að setja bangsa út í glugga en börn geta svo farið í göngutúr og leitað að böngsum í gluggum. 

Viðtökurnar í Laugarneshverfi hafa verið góðar og segir Ninna í samtali við mbl.is hlakka til að fara út í bangsagöngu á eftir. Rúmlega klukkutíma eftir að Ninna setti færsluna inn á Facebook voru þó nokkrir búnir að koma fyrir böngsum út í gluggum. Sjálf segist Ninna ætla að setja bangsa út í glugga þegar hún kemur heim til sín.

Ninna tekur fagnandi á móti allri afþreyingu fyrir börnin og segir það geta verið erfitt að hafa ofan fyrir tveimur börnum í lítilli íbúð. Skólastarf barna hennar raskast vegna kórónuveirunnar og eru alltaf eitt barn heima. „Maður þarf halda uppi dagskrá alla daga,“ segir Ninna. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert