Arnar Gauti og Berglind eiga von á barni

Arnar Gauti og Berglind Sif eiga von á barni í …
Arnar Gauti og Berglind Sif eiga von á barni í sumar. mbl.is/skjáskot Facebook

Arnar Gauti Sverrisson tískusérfræðingur og unnusta hans Berglind Sif Valdemarsdóttir eiga án efa heiðurinn að jákvæðustu frétt dagsins, er þau tilkynntu að þau ættu von á barni saman í sumar.  Barnið er væntanlegt í heiminn þann 08.08.2020. 

Arnar Gauti skrifaði á Facebook síðu sína að þau hafi komist að því að barnið sé stúlkubarn og þau hlakki til að taka á móti þessu litla ljósi inn í líf sitt.  

Barnavefur mbl.is óskar parinu innilega til hamingju með fréttirnar. 

Smartland flutti fréttir af parinu í fyrra. 

Í fréttinni kom m.a. fram að parið hafi hnotið um hvort annað í byrjun ársins 2019 og hafi verið óaðskiljanleg síðan. 

mbl.is