Stressuð fyrir því að fæða barnið ein

Chloë Sevigny á von á barni á næstunni.
Chloë Sevigny á von á barni á næstunni. AFP

Leik­kon­an Chloë Sevigny á von á sínu fyrsta barni með kær­asta sín­um, Sin­isa Mac­kovic, á næstu vikum. Hún hefur áhyggjur yfir því að þurfa að fæða barnið ein en það er hlutskipti margra kvenna í New York þessa dagana. 

Vegna kórónuveirufaraldursins mega konur sem eru að eignast börn í New York ekki hafa aðra manneskju hjá sér á fæðingardeildinni. Sevigny tjáði sig um reglurnar á Instagram undir myllumerkinu ólétta á tímum kórónuveirnnar. „Ég vona að allar verðandi fjölskyldur finni ró. Fréttirnar í New York í dag ollu mikilli vanlíðan hjá öllum,“ skrifaði leikkonan á Instagram. 

Hér heima þurfa konur að fara einar í sónar en öllu verra er líklega að þurfa fæða barnið án stuðnings frá maka eða öðrum fæðingarfélaga. 

mbl.is