Þúsundir barna í íþróttatíma heima í stofu

Joe Wicks heldur úti íþróttatímum fyrir krakka klukkan 9 á …
Joe Wicks heldur úti íþróttatímum fyrir krakka klukkan 9 á hverjum degi. skjáskot/YouTube

Þúsundir barna í Bretlandi taka nú íþróttatímann heima í stofu með þjálfaranum Joe Wicks. Öllum skólum var lokað í Bretlandi í síðustu viku vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Wicks hélt sinn fyrsta íþróttatíma í gær, mánudag, á YouTube-rás sinni. Yfir 790 þúsund heimili stilltu inn á íþróttatímann í beinu streymi og síðan honum lauk hafa 225 þúsund horft á tímann. 

Wicks hvatti foreldra skólabarna til að deila myndum og myndböndum af börnum sínum í tímanum og deila þeim á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #PEwithJoe. 

Fjöldi foreldra deildi myndum og myndböndum af börnum sínum og fögnuðu marfur framtakinu. 

„Virðing til Joe Wicks. Einn síns liðs bjarfaði hann þjóðinni frá ofvirkum börnum,“ skrifaði eitt foreldri við mynd af dóttur sinni að taka þátt í tímanum. 





mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert