Kevin Hart og frú eiga von á barni

Kevin og Eniko Hart eiga von á sínu öðru barni …
Kevin og Eniko Hart eiga von á sínu öðru barni saman. AFP

Leikarinn Kevn Hart og eiginkona hans Eniko Hart eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau tveggja ára soninn Kenzo Kash. 

Hart hjónin tilkynntu um að von væri á erfingjanum á Instagram í gær. Kevin á tvö börn úr fyrra hjónabandi sínu, dótturina Heaven sem er 15 ára og soninn Hendrix sem er 12 ára. Kevin og Eniko gengu í það heilaga árið 2016. 

Kevin lenti í slæmu bílsslysi þann 1. september síðastliðinn og lá lengi inni á spítala. Hann slasaðist illa á baki og þurfti að fara í fjölda aðgerða. Í febrúar fór eiginkona hans í viðtal Men's Health þar sem hún talaði um hversu mikið slysið hafi breytt honum. 

„Það voru tímar þar sem hann var eiginlega ekkert hér. Ég er ekki að segja að hann hafi ekki verið fjölskyldumaður fyrir en hann sagði að slysið hafi olli því að hann gat unnið upp tíma með fjölskyldunni,“ sagði Eniko. 

mbl.is