Lúlli löggubangsi situr út í glugga á Suðurnesjum

Lúlli löggubangsi fylgist með og er að sjálfsögðu með spritttbrúsa.
Lúlli löggubangsi fylgist með og er að sjálfsögðu með spritttbrúsa. ljósmynd/Facebook

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tekur þátt í átakinu að setja bangsa út í glugga. Fjölmargir Íslendingar hafa sett bangsana sína út í glugga síðan að mbl.is greindi frá átakinu á mánudaginn. Lögreglubangsinn Lúlli er einn af þeim böngsum sem situr nú út í glugga. 

Markmiðið er að fá börn á öllum aldri til þess að fara í göngutúr og telja bangsa sem búið er að stilla út í glugga. 

„Okkar maður frétti af þessu innan Bangsasamfélagsins og heimtaði að fá að vera með. Við hvetjum að sjálfsögðu alla íbúa í öllum hverfum til að vera með og taka þátt.Ekki verra að fá myndir af krökkunum með Lúlla í gegnum glerið,“ stendur meðal annars í stöðufærslu lögreglustjórans á Suðurnesjum. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert