Misstu 2 vikna dóttur sína

Christy McGinity og Gonzalo Carazo misstu dóttur sína.
Christy McGinity og Gonzalo Carazo misstu dóttur sína. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Christy McGinity og kærasti hennar Gonzalo Justo Carazo hennar misstu dóttur sína aðeins tveimur vikum eftir að hún fæddist. Þau tilkynntu um andlát dóttur sinnar í stuttri tilkynningu í gær. 

„Við fengum að eiga tvær vikur með yndislegu stelpunni okkar og fyrir það verðum við ævinlega þakklát,“ segir í tilkynningunni.

Litla stúlkan sem hafði fengið nafnið Violet Eva Carazo kom í heiminn þann 6. mars síðastliðinn. Hún fæddist um 7 vikum fyrir settan dag. Þetta var fyrsta barn þeirra McGinity og Carazo saman en hún á tvö börn úr fyrra hjónabandi. 

McGinity er hvað þekktust fyrir að taka þátt í raunveruleikaþáttunum Little Women: LA. 

View this post on Instagram

Our sweet Violet 💜 Eva has arrived. Your thoughts and prayers are appreciated. Link to story in bio.

A post shared by Christy McGinity (@lilchristyrocks) on Mar 10, 2020 at 1:05pm PDTmbl.is