10 ára og kominn á Instagram

Mason Disick er mættur á Instagram.
Mason Disick er mættur á Instagram. Skjáskot/Instagram

Mason Disick, elsti sonur Kourtney Kardashian, er kominn með sitt eigið Instagram. Mason litli er að eins 10 ára gamall en aldurstakmark á alla helstu samfélagsmiðla er 13 ár. 

Mamma Mason hefur byggt upp feril sinn á Instagram síðastliðin ár og það hafa móðursystur hans, Kim, Kylie, Khloé og Kendall einnig gert með góðum árangri. Sá stutti virðist því ætla að feta í fótspor annarra í fjölskyldunni. 

Mason skellti sér í beina útsendingu á Instagram í gær þar sem fylgjendur hans gátu sent inn spurningar. Þar sagði hann meðal annars að móðursystir hans Kylie Jenner væri ekki í sambandi með barnsföður sínum, Travis Scott. 

Mason er búinn að setja inn 9 myndir af sjálfum sér á Instagram-reikninginn sinn frá því að hann skráði sig fyrst inn. Hann er einnig virkur á samfélagsmiðlinum Tik Tok þar sem móðir hans Kourtney hefur tekið þátt í að gera myndbönd með honum. 

mbl.is