Gerði Instagram-reikninginn í óleyfi

Mason Disick gerði reikninginn án vitneskju foreldra sinna.
Mason Disick gerði reikninginn án vitneskju foreldra sinna. skjáskot/Instagram

Hinn 10 ára gamli Mason Disick gerði Instagram-reikninginn sinn í óleyfi. Foreldrar hans, raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og Scott Disick, létu hann eyða reikningnum í kjölfarið.

Mason litli fór í beina útsendingu á Instagram og talaði meðal annars um móðursystur sína Kylie Jenner. Hann birti einnig nokkrar myndir af sjálfum sér. Í beinni útsendingu á Instagram sagði mamma hans, Kourtney, að þau hafi látið hann eyða reikningnum því hann er ekki nógu gamall.

Aldurstakmarkið á flesta samfélagsmiðla er 13 ár og Mason litli er aðeins 10 ára. „Ég held að það sem ég hef mest áhyggjur af á Instagram varðandi börnin mín eru athugasemdir frá fólki. Fólk getur verið svo illgjarnt. Það er rosa auðvelt að gleyma sér í þessu,“ sagði Kourntey í útsendingunni.

mbl.is