Hvað er það mikilvægasta í lífinu að mati barna?

Ólafía Þórunn tekur viðtal við krakka og spyr „hvað er …
Ólafía Þórunn tekur viðtal við krakka og spyr „hvað er það mikilvægasta í lífinu?“ Ljósmynd/Aðsend

Í nýjasta myndbandi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur atvinnugolfara ræðir hún við krakka um hvað sé að þeirra mati mikilvægast. 

Viðtölin voru tekin í janúar, áður en kórónuveiran fór að breiðast út um heiminn, og hafði því núverandi ástand ekki áhrif á svör barnanna að sögn Ólafíu. „Þemað hentar sem góð áminning til okkar á þessum skrítnu tímum. Krúttsprengjurnar í meðfylgjandi myndbandi sýna okkur að hinir einföldustu hlutir eru mikilvægastir,“ segir Ólafía. 

Þetta er annað myndbandið sem Ólafía framleiðir í samstarfi við KPMG, en í janúar gaf hún út hvatningarpistil. Hún segir að það sé einstaklega gaman að vinna í myndböndunum meðfram æfingum en öllum golfmótum hefur verið aflýst næstu vikurnar svo hún hefur meiri frítíma en venjulega. Í næsta þætti af „Þitt besta“ verður talað við þekkta aðila sem munu gefa góð ráð. 

„Okkur fannst skemmtilegt að nota lagabúta frá íslenskum listamönnum og Jón Jónsson var svo góður að leyfa okkur að nota lagið Heim. Ég var að leita að lagi og hugsaði strax til Jóns vegna þess að hann samdi t.d. lag fyrir Barnamenningarhátíðina og að sjálfsögðu vegna þess að drengurinn er einn af mestu gleðigjöfum Íslands. Ég var að leita að einhverju sem ætti vel við þemað „hvað er mikilvægast“ og fékk gæsahúð úti um allt þegar ég heyrði „Mér er sama hvert og hvar skiptir bara máli að þú sért þar“. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Ólafía. 

 

View this post on Instagram

Hvað er það mikilvægasta í lífinu?

A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Apr 1, 2020 at 7:56am PDT

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert