Rowling kynnir nýjan Harry Potter-vef fyrir börn

JK Rowling.
JK Rowling. AFP

Rithöfundurinn J.K. Rowling kynnti á dögunum nýjan Harry Potter-vef, Wizardingworld.com. Á vefnum má finna ýmis verkefni og afþreyingu fyrir börn á öllum aldri og miðar að því að stytta börnum og foreldrum stundir á meðan kórónuheimsfaraldurinn geisar. 

Rowling er höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter og er vefurinn því hannaður út frá galdraheimi Potters.

Hún býður notendum vefsins einnig upp á að hlusta á fyrstu bókina, Harry Potter og viskusteininn, frítt á ensku inni á forritinu Audible. Nauðsynlegt er að skrá sig inn á vefinn þótt allt efni þar sé án endurgjalds. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman