„Líka vinna að ala upp börn“

Kourtney Kardashian ver ákvörðun sína um að ákveða að sinna …
Kourtney Kardashian ver ákvörðun sína um að ákveða að sinna uppeldi barna sinna frekar en að koma fram í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar. JEAN-BAPTISTE LACROIX

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian segir að það sé líka vinna að ala upp börn. Kourtney hefur orðið fyrir harðri gagnrýni af hálfu systra sinna, Khloé og Kim, fyrir að vinna lítið.

Í nýjustu seríunni af raunveruleikaþáttum Kardashian-Jenner-fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashians, braust út rifrildi á milli systranna en Kourtney hefur dregið sig út úr þáttunum til að sinna börnum sínum. Hún á þrjú börn, þau Mason, Reign og Penelope, með fyrrverandi kærasta sínum Scott Disick. 

Ólíkt systrum sínum rekur hún ekki stórfyrirtæki eða framleiðir snyrtivörur eða gallabuxur. Hún rekur lítinn lífsstílsvef, Poosh. Hennar meginvinna var að koma fram í raunveruleikaþáttum fjölskyldunnar en nú hefur dregið sig út úr þáttunum. Systur hennar hafa gagnrýnt þess ákvörðun hennar en Kourtney ver hana. 

„Ég veit að umræðan núna snýst um mitt vinnusiðferði og mig langar til að hafa eitt á hreinu: það er líka vinna að ala upp börn. Það er í rauninni eitt erfiðasta en besta starf sem ég hef nokkurn tímann sinnt. Ég ákvað að setja athygli mína á börnin mín og lífsstílsmerkið mitt, Poosh, sem snýst um að finna hinn gullna meðalveg í heilbrigðum lífsstíl,“ skrifaði Kourtney á Twitter. 

Hún bætir við að hún dæmi ekki fólk sem velur að fara aðra leið og vonast til þess að fólk virði ákvörðun hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert