„Mér leið eins og ég væri nær fólkinu“

Fjölskyldur starfsmanna Origo voru mörg páskaleg þegar fjarbingó fór fram …
Fjölskyldur starfsmanna Origo voru mörg páskaleg þegar fjarbingó fór fram á laugardaginn. ljósmynd/Hari

Hátt í 500 starfsmenn Origo auk fjölskyldna þeirra tóku þátt í árlegu páskabingói fyrirtækisins, sem var með töluvert breyttu sniði í ár. Nú var það haldið í gegnum fjarfundarbúnað, en það kom ekki að sök. Stemning var mögnuð enda tekur fólk allri afþreyingu og tilbreytingu fagnandi í miðju samkomubanni.

„Bingóið gekk ótrúlega vel og þátttaka var meiri en við bjuggumst við. Það var mikil bingóstemning og starfsmenn, makar og börn saman heima í stofu úti um allar trissur að spila bingó. Ekki vanþörf á að halda uppi stemningu og fjöri á þessum skrítnu tímum. Þetta var mikið fjör og skemmtileg stemmning. Í hléinu spiluðum við eurovisionmyndbandið hans Daða og fólk dansaði og söng með, sem var mjög gaman að fylgjast með,“ segir Arnór Fannar Reynisson, formaður starfsmannafélags Origo, sem var bingóstjóri.

Arnór Fannar Reynisson var bingóstjóri.
Arnór Fannar Reynisson var bingóstjóri. ljósmynd/Hari

„Sem bingóstjóra finnst mér þetta form á vissan hátt skemmtilegra því mér leið eins og ég væri nær fólkinu, eins kjánalegt og það hljómar. Þarna var ég inni í stofunni hjá fólki þar sem það gat hagað sér alveg eins og það vildi án þess að einhver væri að sussa á það. Ég heyrði líka af því að yngri börnin sem voru kannski komin með nóg af að spila hefðu sofnað í stofusófanum eða farið að gera eitthvað annað. Það gaf þá þeim sem eftir sátu meira tækifæri til að vera með. Við sem erum í stjórn starfsmannafélagsins höfum fengið mjög góð viðbrögð við fjarbingóinu. Margar óskir hafa borist um að við höldum sama formi á næsta ári þar sem þetta gekk svo vel og fleiri sem gátu tekið þátt í því þetta árið eins og starfsmenn okkar á Akureyri,“ segir Arnór.

Páskalegar veitingar voru í boði á mörgum heimilum.
Páskalegar veitingar voru í boði á mörgum heimilum. ljósmynd/Hari
Fjölskyldur tóku þátt í notalegu umhverfi heima hjá sér.
Fjölskyldur tóku þátt í notalegu umhverfi heima hjá sér. ljósmynd/Hari
Ferfætlingar gátu einnig tekið þátt í páskagleðinni.
Ferfætlingar gátu einnig tekið þátt í páskagleðinni. ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert