Konungsbörnin senda myndskilaboð til ömmu

Karlotta og Georg fá að hringja í ömmur sínar og …
Karlotta og Georg fá að hringja í ömmur sínar og afa og senda myndbönd. AFP

Georg prins og Karlotta senda langömmu sinni og langafa, Elísabetu Englandsdrottningu og Filippusi, myndbönd reglulega. Konungsbörnin dvelja nú í Norfolk með foreldrum sínum og yngri bróður en Elísabet drottning er í Windsor. 

Samkvæmt heimildum The Sun passar Katrín hertogaynja að börnin haldi sambandi við langömmu sína og langafa og einnig afa sinn, Karl Bretaprins, sem dvelur í Balmoral. 

„Eldri börnin tvö tala í símann eða fá að senda myndbönd til Windsor. Karl Bretaprins er líka í miklu sambandi við Cambrigde-krakkana,“ sagði heimildarmaðurinn. 

„Þau eru hrifin af því að spjalla við afa Karl og fá hjálpleg ráð frá honum um dýr og blóm, og spjalla við hann um lömb, íkorna og búpening í hálöndunum til dæmis,“ sagði heimildarmaðurinn.

Karl Bretaprins virðist vera búinn að tileinka sér myndsímtöl og mátti sjá hann senda kveðju til heilbrigðisstarfsmanna og tala við félag eldri borgara í Bretlandi í gegnum iPad í síðustu viku. Athygli vakti að Karl var ekki kominn með almennilegan stand fyrir spjaldtölvuna en notaði þess í stað bók um sjálfan sig til að halda henni uppi. 

Karl Bretaprins nýtir tæknina.
Karl Bretaprins nýtir tæknina. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert