Blue Ivy sýnir fram á mikilvægi handþvottar

Blue Ivy með móður sinni, söngkonunni Beyoncé.
Blue Ivy með móður sinni, söngkonunni Beyoncé. AFP

Handþvottur hefur sjaldan verið mikilvægari og það veit hin átta ára gamla Blue Ivy. Stúlkan sem er dóttir tónlistarhjónanna Beyoncé og Jay-Z tók upp litla vísindatilraun sem amma hennar birti á samfélagsmiðlum á dögunum. 

Þar sem hið átta ára gamla stjörnubarn er bara heima hjá sér ákvað hún að gera smá tilraun með sápu. Margir hafa gert tilraunina áður en vegna frægðar foreldra hennar hefur myndbandið farið á flug á netinu. 

Í krúttlegu myndbandinu er hin átta ára gamla stúlka með skál með vatni og pipar en piparinn táknar kórónuveiruna. Hún dýfir putta fyrst ofan í sápu og svo ofan í skálina með piparnum. Vegna sápunnar fer piparinn.

„Ef þið þvoið ykkur um hendurnar verða hendurnar ykkar hreinar. Ef hendurnar ykkar eru órheinar gætu þið veikst,“ sagði hin átta ára gamla Blue Ivy. 

„Snjalla ömmustelpan mín Blue gerði þessa tilraun til þess að sýna hvernig handþvottur ykkar berst við vírus,“ skrifaði Tina Lawson, móðir Beyoncé, við myndbandið sem sjá má hér að neðan. 

View this post on Instagram

My brilliant granddaughter Blue did this experiment to show how washing your hands fights the virus . ❤️🙏🏾

A post shared by Tina Knowles (@mstinalawson) on Apr 18, 2020 at 7:35pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert