Söngvari Agent Fresco á von á barni

Arnór Dan í Agent Fresco á von á barni.
Arnór Dan í Agent Fresco á von á barni. mbl.is/Árni Sæberg

Arnór Dan Arnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, á von á barni með sambýliskonu sinni, Vigdísi Hlíf Jóhönnudóttur. Parið greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum um helgina. 

„Þakklátur og ótrúlega spenntur fyrir næsta kafla okkar saman,“ skrifaði Arnór Dan og birti myndir af þeim Vigdísi með hundinum þeirra og sónarmyndum. Vigdís birti birti einnig myndir úr sömu myndatöku og sagði þau ekki geta lýst því hversu spennt þau væru fyrir haustinu. 

Arnór var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016 og þakkaði Vigdísi í tilfinningaríkri ræðu. 

View this post on Instagram

Grateful and overwhelmingly excited for our next chapter together 🖤

A post shared by Arnór Dan (@arnordan) on Apr 25, 2020 at 11:39am PDT

mbl.is