Fyrrverandi eiginmaður Meghan á von á barni

Fyrrverandi eiginmaður Meghan fann hamingjuna aftur eins og hertogaynjan.
Fyrrverandi eiginmaður Meghan fann hamingjuna aftur eins og hertogaynjan. AFP

Trevor Engelson, fyrrverandi eiginmaður Meghan hertogaynju á von á sínu fyrsta barni með eiginkonu sinni, Tracey Kurland, í september. Engelson greindi frá gleðitíðindunum á lokuðum Instagram-aðgangi sínum að því fram kemur á vef Hello

Engelson sem er framleiðandi í Hollywood á von á stúlkubarni og sagði barnið vera það besta sem hann hefði nokkurn tímann framleitt. 

Engelson fann hamingjuna aftur á svipuðum tíma og fyrrverandi eiginkona sín. Hann tilkynnti um trúlofun sína og næringarfræðingsins Kurland aðeins tveimur vikum eftir að heimurinn fylgdist með Harry og Meghan ganga í hjónaband. Nú á hann von á erfingja en fyrrverandi eiginkona hans eignaðist Archie í maí í fyrra. 

Engelson kynntist Meghan, fyrrverandi eiginkonu sinni, árið 2004. Þau trúlofuðu sig 2010 og giftu sig á Jamaíka árið 2011. Tveimur árum seinna voru þau skilin. 

Trevor Engelson og Tracey Kurland gengu í hjónaband um helgina.
Trevor Engelson og Tracey Kurland gengu í hjónaband um helgina. AFP
mbl.is