Hadid og Malik eiga von á stúlku

Zayn Malik og Gigi Hadid eiga von á stúlku.
Zayn Malik og Gigi Hadid eiga von á stúlku. AFP

Fyrirsætan Gigi Hadid og tónlistarmaðurinn Zayn Malik eiga von á sínu fyrsta barni saman. Samkvæmt heimildum TMZ eiga þau von á stúlku. 

Hadid og Malik hafa sjálf ekki tilkynnt um óléttuna opinberlega þó þau hafa sagt sinni nánustu fjölskyldu og vinum. Fréttamiðlar í Bandaríkjunum staðfestu hinsvegar á þriðjudag að þau ættu von á barni. Hadid er gengin um 20 vikur og því gengin nógu langt til að geta fengið að vita kynið á ófæddu barni sínu. 

Hadid hefur gert það gott í tískuheiminum á undanförnum árum og hefur gengið tískupallana fyrir stærstu tískumerki heims. Malik er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni One Direction. 

mbl.is