Fanney og Teitur eiga von á barni

Fanney Ingvars og Teitur eiga von á sínu öðru barni.
Fanney Ingvars og Teitur eiga von á sínu öðru barni. skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin fyrrverandi Fanney Ingvarsdóttir og unnusti hennar Teit­ur Páll Reyn­is­son eiga von á barni. Þetta er annað barn þeirra Fanneyjar og Teits en fyrir eiga þau dótturina Kolbrúnu Önnu sem verður þriggja ára nú í maí.

Fanney tilkynnti um óléttuna á samfélagsmiðlum fyrir helgi og sagði að þessar síðustu 16 vikur hjá henni myndu alltaf verða eftirminnilegar í ljósi heimsfaraldursins. 

„Örlítið sérstakar vikur að baki með töluvert meiri inniveru en góðu hófi gegnir, full mikið af ógleði og þreytumörk sem náð hafa nýjum hæðum... Allt verður það þess virði þegar við fáum nýjan fjölskyldumeðlim í hendurnar í október. Við erum sannarlega þakklát fyrir að vera þeirrar gæfu njótandi,“ skrifaði Fanney. 

Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is