Meistari Jakob verður faðir á árinu

Jakob Birgisson á von á sínu fyrsta barni.
Jakob Birgisson á von á sínu fyrsta barni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppistandarinn Jakob Birgisson og kærasta hans Sólveig Einarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Foreldrarnir verðandi tilkynntu óléttuna á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 

Jakob hefur getið sér gott orð í skemmtanabransanum síðustu ár með uppstandssýningu sinni Meistari Jakob. Jakob var einn af höfundum Áramótaskaupsins 2019 og var þar með sá yngsti til að koma að því, 21 árs gamall.

Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

Barn á leiðinni👌

A post shared by Jakob Birgisson (@jakobbirgis) on May 4, 2020 at 2:26pm PDT

mbl.is