Archie á samfellunni í tilefni afmælisins

Meghan og Archie.
Meghan og Archie. AFP

Í dag, 6. maí, fagnaði Archie Harrison Mountbatten-Windsor eins ár afmæli. Mikið hefur breyst síðan Archie kom í heiminn fyrir ári síðan en myndband sem birtist á samfélagsmiðli Barnaheilla í Bretlandi sýnir að Archie er bara venjulegt barn. 

Myndbandið sýnir Meghan lesa smábarnabókina Duck! Rabbit fyrir Archie. Heyra má hlátur föður hans, Harry Bretaprins, fyrir aftan myndavélina. Rúmlega mánuður er síðan hjónin hættu að sinna formlegum störfum fyrir hönd bresku konungsfjölskyldunnar. Harry, Meghan og Archie eru talin hafa fagnað afmælisdeginum þrjú saman í Los Angeles þar sem þau halda til núna. 

Archie virðist ekki hafa mikla þolinmæði á meðan móðir hans les bókina fyrir hann. Hann er duglegur að fletta blaðsíðum, loka bókinni og kasta henni á gólfið. 

Meghan og Harry fögnuðu afmæli Archie með þessum hætti til að vekja athygli á söfnun sem styður við börn. Fjölskylda Harrys óskaði Archie svo til hamingju með afmælið á samfélagsmiðlum sínum.  

View this post on Instagram

"Duck! Rabbit!" with Meghan, The Duchess of Sussex (and Harry, The Duke of Sussex behind the camera), read to their son Archie for his 1st birthday. Happy Birthday, Archie! . Thank you #DuchessMeghan for helping us to raise urgent funds for our coronavirus appeal by reading "Duck! Rabbit" by @akrfoundation, illustrated by @tlichtenheld (published by @chroniclekidsbooks). . As the world grapples with the coronavirus pandemic, children’s lives are being turned upside down. By donating to Save with Stories, you can support the most vulnerable families in the UK and around the world by helping to provide early learning packs, supermarket vouchers, essential household items and virus protection. . Please donate today by visiting our website. Link in bio. . Or you can text STORIES to 70008 to give a one-off donation of £5. . Together, we can help families get through this. . You can only donate via text from a UK mobile. You’ll be billed £5 plus standard rate text message. We receive 100% of your donation. By texting STORIES you agree to calls about fundraising appeals, campaigns, events and other ways to support. Include NO PHONE to opt out of calls. Queries? 02070126400. Read our Privacy Policy savethechildren.org.uk/privacy The Save the Children Fund is a charity registered in England and Wales (213890) and Scotland (SC039570) . #SaveWithStoriesUK #SaveWithStories #GrowingThroughThis

A post shared by Save The Children UK (@savechildrenuk) on May 6, 2020 at 4:01am PDT

Meghan og Harry skoða bók.
Meghan og Harry skoða bók. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert