Geta ekki skráð X Æ A-12 í Kaliforníu

Elon Musk og Grimes hafa gefið syninum nafnið X Æ …
Elon Musk og Grimes hafa gefið syninum nafnið X Æ A-12. AFP

Athafnamaðurinn Elon Musk og tónlistarkonan Grimes sögðu í byrjun vikunnar að nýfæddur sonur þeirra hafi fengið nafnið X Æ A-12. Nafnið hefur vakið mikla athygli enda langt frá því að vera hefðbundið mannanafn. 

Í ríkjum Bandaríkjanna er ekki eiginleg Mannanafnanefnd eins og hér á Íslandi sem myndi koma í veg fyrir að foreldrar gætu gefið börnum sínum nöfn á borð við X Æ A-12. Í Kaliforníu, þar sem talið er að drengurinn litli hafi fæðst, eru hinsvegar þær reglur að mannanöfn geti aðeins verið stafsett með bókstöfum úr enska stafrófinu. Það útilokar síðasta hluta nafnsins, A-12, því tákn eins og „-“ og tölur eru ekki leyfðar. 

Löglegt nafn litla guttans verður því ólíklega skráð X Æ A-12 en ekkert kemur þó í veg fyrir að foreldrarnir kalli hann það. 

Hin ný bakaða móðir Grimes útskýrði nafn sonarins í gær. X er fyrir óþekktu breytuna í stærðfræði og eðlisfræði, Æ er hennar stafsetning á Ai sem táknar ást og er einnig skammstöfunin á gervigreind (Arcificial intelligence) og A-12 er svo orrustuþota sem þau hafa miklar mætur á. 

Vinnuheitið yfir orrustuþotuna var Archangel og hafa margir velt fyrir sér hvort drengurinn litli verði kallaður Archangel eða hvort skráð nafn hans verði það.

Musk og X Æ A-12.
Musk og X Æ A-12. skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert